Sælla er að gefa en þiggja

Jólin eru búin að fara vel með mig, aðfangadagskvöld var yndislegt og það er alltaf gaman að hitta allt liðið hjá ömmu og afa á jóladag. Í dag erum við svo búin að hafa það notalegt með ömmu Helgu. Yndislegt að hafa ekkert betra að gera en að borða kökur og hitta fjölskylduna. Ég vorkenni alltaf fólkinu sem þarf að vinna á jólunum og ég vona að ég geti alltaf eytt jólunum með fjölskyldunni minni. Í fyrra var ég auðvitað ekki heima á jólunum og ég viðurkenni að ég er mjög glöð að vera heima hjá mér í ár þó svo að það var gaman að upplifa jólin úti í Bandaríkjunum. En það jafnast ekkert á við að klæða sig upp og borða góðan mat með sínum á aðfangadagskvöld.. það er fátt betra!

En jólagjafirnar tilheyra nú alltaf jólunum, mér finnst alltaf svo gaman að gefa og ég á eiginlega aldrei í vandræðum með að finna gjafir handa mínum. Þetta er yfirleitt aldrei neinn hausverkur. Ég gef reyndar ekki mörgum, bara mömmu, pabba, Hildi, ömmu, afa og vinkonunum. Mamma sér um rest. Mér finnst langskemmtilegast að búa til gjafirnar, þannig eru þær persónulegri og oftast veglegri. Í ár stal ég hugmynd frá henni ömmu minni en hún hefur verið að gera púða með “Ást er..” fígúrunum, mér fannst það svo hrikalega krúttlegt að ég varð að gefa stelpunum mínum svoleiðis púða. Ég auðvitað hélt að þetta yrði ekkert mál og byrjaði alltof seint að pæla í þessu, 22. des nánar tiltekið. Þetta reddaðist þó alveg eins og alltaf og var ég að klára síðasta púðann um tvöleitið á aðfangadag. Ég vona að púðarnir hafi hitt í mark, ég ætla allavega að búa mér til einn á næstunni! 🙂

FullSizeRender-1

FullSizeRender-2

FullSizeRender-3

FullSizeRender-4

FullSizeRender-5 Jólakveðja
Berglind

Endurbætt herbergi

Í sumar var ég svo spennt að koma heim og breyta herberginu mínu. Ég vissi alveg nákvæmlega hvernig ég ætlaði að hafa það og er nánast búin. Ég er gríðarlega sátt með útkomuna, ég vildi hafa nánast allt hvítt og bætti því smá bleikum til að hafa einhvern lit með. Ég tók skrifborðið út og er glöð með að hafa fundið stað fyrir allt sem mér þykir kærast. Auðvitað gleymdi ég að taka myndir áður en ég byrjaði að breyta en hér eru myndir af útkomunni.

IMG_9763

Mér finnst æði að láta fiðluballskjólinn hanga hér, fallegur kjóll sem ég mun örugglega ekki nota aftur og geymir góðar minningar!

IMG_9762

Stúdentshúfan fékk að sjálfsögðu að vera efst, boxin fékk ég í söstrene og IKEA og eru ótrúleg þægileg lausn. Þessa hillu fékk ég í IKEA.

IMG_9771

Mynd og skartgripatré sem ég fékk í fermingargjöf, bláa styttan er frá afa og ömmu á Selfossi.

IMG_9767

Fatasláin sem mig hefur lengi dreymt um, fékk hana í IKEA á undir 2000 kr.

IMG_9773

Þessa tösku lét Stanisse hostmamma mín í Texas gera fyrir mig. Mjög algengt að krakkar í Bandaríkjunum eigi svona tösku merkta sér og ég er hæstánægð að hafa hana í hvítu og bleiku. Í henni geymi ég teppi sem er líka frá Stanisse og er merkt mér og kósýgallann.

IMG_9765

Þennan spegil keypti ég í Rúmfatalagernum á Tax Free dögunum, hann var á ca. 10.000 kr en endaði í um 5.000 því hann var á tilboði og svo tax free af því. Gjöf en ekki gjald, mér finnst hann ótrúlega fallegur. Rúmteppið er æði það er svo mjúkt og fallegt, fékk það einnig í Rúmfatalagernum á Tax Free. Stafirnir eru þaðan líka en púðarnir eru úr IKEA.

IMG_9772

Ég pússaði hornin og hliðarnar á stöfunum og finnst mér það gera mikið fyrir þá.

IMG_9766

Það er ekkert pláss fyrir náttborð og engin þörf fyrir það, en ég þarf þó að geyma símann minn og vekjaraklukku einhvers staðar. Mér fannst því bráðsnjöll hugmynd að setja litla hvíta RIBBA hillu úr IKEA við hliðina á rúminu. Hún sést varla og er það lág að ég get ekki meitt mig á henni þegar ég sef. Batteríseríuna og klukkuna fékk ég líka í IKEA á slikk.

IMG_9769

Loksins fékk fermingarkertið að njóta sín á þessum bakka. Steinarnir eru frá afa Villa en hann hafði mikinn áhuga á steinum og slípaði þessa og gaf mér. Engilinn fékk ég frá Eyrúnu frænku og átti hann að passa mig í Ameríkunni, hann heldur því hlutverki áfram á Íslandi.

IMG_9760
Þarna er svo skór sem amma Helga málaði. Ótrúlega fallegur, þar er afmælisdagurinn og skírnardagurinn minn. Ég er ennþá að vandræðast með þessar myndir en ég ætla að finna góðan stað fyrir þær. Svo á ég eftir að setja aðra hillu, eins og er fyrir ofan fataslánna, fyrir ofan rúmið. Einnig ætla ég að stensla á veggina en ég blogga um það þegar það verður tilbúið – ég dunda mér í því eftir próf.

-Berglind Emils

Síðasti dagurinn í Ameríkunni

Í fyrradag, síðasta daginn öll saman keyrðum við frá San Diego til LA þar sem við einmitt byrjuðum ferðina. Við eyddum þremur tímum í Santa Monica sem er algjörlega frábær – örugglega uppáhalds staðurinn af öllum sem við fórum á. Já Vegas er frábær en ég þarf ekki að fara þangað aftur, San Fran var líka æði en þar var ótrúlega mikil fátækt og veðrið hefði mátt vera betra. Veðrið í Santa Monica var æði, ströndin var snilld og þar voru mjög flottar búðir sem einn daginn ég mun eyða góðri summu í. Ég og Elin eyddum reyndar örugglega klukkutíma í bankanum til að loka kortunum okkar, við höfum ekki mikinn tíma til að gera það svo því var best aflokið – við þurfum ekkert að eiga bandarískt debetkort lengur! Núna get ég reyndar ekki verslað í H&M á netinu. 😦 Í gær, síðasta daginn ákváðum við að vera ekkert að þvælast inn í LA aftur, við erum enn sólbrenndar og erum orðnar frekar þreyttar að vera á flakkinu og búa í ferðatösku. Svo eftir að hafa reynt að sofa út, kvatt síðustu krakkana, sátum við með hnútinn í maganun og lásum bækur. Ég er búin að vera svo spennt að koma heim, alveg frá því að ég flaug frá Íslandi er ég búin að hlakka til að koma heim en það hefur alltaf verið svo óraunverulegt. Ég vissi að ég myndi auðvitað fara heim, en ekki á morgun! Það er erfiðara en ég hélt og spennan breytist í kvíða, en ég er samt ennþá spennt. Eina stundina fáránlega spennt en aðra kvíðin. Ég held það sé útaf því að allan þennan tíma hugsar maður að koma heim og allt sé nákvæmlega eins og það var, allir eins, ekkert hefur breyst en auðvitað hefur ár liðið hjá öllum – ekki bara mér. Litlu frændsystkini mín eru ári eldri, Þórdís frænka er ófrísk og mun bráðum eignast lítla sæta stelpu, ég hef ekki fylgst með íslensku fréttum, Hildur breytti herberginu sínu, Kolur er ekki eins óþekkur, mamma og pabbi fengu nýjan bíl, Hildur er búin að vera með æfingaakstur alltof lengi og fær bílpróf bráðum, Hildur er í MH, er ekki ennþá bún að ná því að hún sé ekki í grunnskóla lengur. Valka mín er orðin flugfreyja og Elva er hætt í Bónus og vinnur á hjúkrunarheimili, Anney fer aftur Slóvakíu og heldur áfram í lækninum og ég byrja í háskólanum eftir nokkrar vikur! Æ það er bara svo mikið sem hefur breyst en ég er alveg viss um að ég höndli allt saman og að engar áhyggjur ég þurfi að hafa. Eftir þrjár vikur mun örugglega ekki trúa því að ég hafi búið í Minnesota sem au pair í ár!

Síðustu daga hef ég verð að pæla hvernig í ósköpunum ég gat ákveðið að fara út, það var svo auðvelt að taka þessa ákvörðun! Ég ákvað að fara út (til Texas), flutti þangað, skipti svo um fjölskyldu og flutti til Minnesota og var þar í 10 mánuði. Og núna er ég að fara heim. Þetta er búið og ég trúi því ekki, trúi ekki hvernig ég þorði þessu, trúi ekki að mér hafi fundiðst þetta ekkert mál! Ég verð að viðurkenna að ég er stolt af mér. 🙂 Áður en ég fór út voru svo margir sem spurðu mig “vá, ert ekki stressuð að vera í ár í burtu! Verður ekki erfitt að kveðja alla?” en ég man ég hugsaði þá að ég mun alltaf koma heim til Íslands og ég er bara í burtu í ár en ef þetta au pair ár myndi ganga vel upp þá yrði erfiðast að kveðja þá sem ég hef kynnst síðustu 12 mánuðina. Það var alveg rétt hjá mér, já það er búið að vera erfitt að vera ekki heima en ég er líka búin að eignast yndislega vini og “hostfjölskyldu” sem ég hef ekki hugmynd um hvenær ég mun hitta aftur! Eins og ég minntist á í einhverri færslunni þá er au pair stelpan sem tók við af mér að fara heim á mánudaginn. Ég þarf varla að segja Kelsey og Pete eru auðvitað ótrúlega svekkt, hún er mjög fín stelpa en afi hennar er veikur svo hún vill fara aftur til Póllands og vera hjá honum. Þau ætla ekki að fá sér annan au pair svo Kelsey sagði við litlu strákana mína að þau ætluðu að finna fullkomna barnapíu handa þeim en þá sagði Wyatt: “but that’s Bergie” (en það er Berglind). Ég fékk sting í hjartað þegar ég las smsið á flugvellinum, það er gott að fara heim vitandi að allt gekk upp og að ég hafi unnið mína vinnu vel!

Í dag er ég bún að vera heima með alla strákana og pólsku stelpunni. Beau hefur ekki hleypt mér úr augnsýn, ég þarf að gera allt fyrir hann, enginn annar má hjálpa honum og hann er svo spenntur að fara í flugvélina með mér. Búin að spurja mig margoft hvenær við förum út á flugvöllinn, hann valdi sérstök föt í dag til að vera í í flugvélinni! Algjört yndi! Ég svaf niðri í sófanum í nótt svo í morgun þegar ég vaknaði við Kelsey og Tommy fór ég upp og Tommy brosti svo ótrúlega sætt til mín og var svo ánægður að sjá mig, gaf mér risaknús og Kelsey fór að gráta og knúsaði mig líka! Ég fer út á völl eftir nokkra tíma, strax komin með hnút í magann yfir að kveðja!

Ég náði að setja inn restina af myndunum frá ferðinni, loksins! Ég er örugglega óþolandi með þetta Blogg alltaf að blogga, en það þarf enginn að lesa sem nennir því ekki 😉

Jæja, 6 tímar í brottför, ég vona að ég nái að sofna í vélinni því ég lendi 6:30 á íslenskum tíma 🙂 Verður ekki gott veður fyrir mig? 🙂

IMG_8812.JPG

IMG_8808.JPG

IMG_8805.JPG

IMG_8801.JPG

IMG_8817.JPG

 

sæti hópurinn okkar í litlu rútunn, ég mun sakna þeirra en ekki rútunnar! 🙂IMG_9064.JPG

IMG_9077.JPG

California – Day 14

Við vorum spenntar að vakna í morgun því planið var að eyða deginum á ströndinni. 🙂 Hafragrautur og pönnukökur í morgunmat, skelltum okkur í bikini og bárum á okkur sólarvörn!! Já við gerðum það en enduðum á því að brenna hrikalega, og engin okkar fann fyrir því fyrr en við komum aftur inn á hostel. Ég lá á maganum (að lesa “nineteen minutes” sem er ótrúlega góð bók) allan tímann svo neðra bakið og niður á hné er skaðbrunnið. Allt er vont og mér líður mjög illa, get varla setið. Aldrei hef ég brunnið svona illa, mér líður frekar eins og þetta sé fyrsta stigs bruni frekar en sólbruni! Kannski kveikti einhver í mér þegar ég lá með bókina mína. Núna ligg ég uppi rúmi með aloe vera í hinni hendinni, búin að taka verkjatöflu sem virkaði vel! 🙂 bið til Guðs að mér líði betur á morgun svo ég geti setið í bílnum! Á morgun keyrum við til LA aftur og endum ferðina 🙂 Það sem ég er spennt að lenda á kalda og fallega Íslandinu! Ennþá svo óraunverulegt eitthvað, en það er að koma að því!

Í kvöld fórum við öll út að borða í síðasta skipti á the Old Spaghetti Factory sem ég mæli með ef þið eigið leið um San Diego – þriggja rétta máltíð á 13$ – Ég verð að viðurkenna að ég mun sakna þeirra, vona að ég sjái þau öll aftur þó að líkurnar séu ekki mjög miklar!

Góða nótt, þrjár USA nætur eftir 🙂

Ps. Nýji au pairinn sem tók við af mér er strax komin með heimþrá og flýgur heim eftir viku! Ótrúlega leitt :/

Ps2. afsaka ef þessi færsla var neikvæðari en flestar.

20140804-222325-80605466.jpg

20140804-222324-80604299.jpg

20140804-222322-80602489.jpg

20140804-222323-80603419.jpg

20140804-222321-80601468.jpg

20140804-222325-80605172.jpg

California – Day 13

Dagur 13 og keyrslan hélt áfram, vorum komin til San Diego klukkan 15:00 og fengum nokkra tíma á ströndinni. 🙂 Allir eru orðnir þreyttir á að vera svona mikið saman, þýsku stelpurnar tóku svaka riflildi í kvöld fyrir framan alla en sættust svo fljótt 🙂 við fengum okkur kvöldmat og höfðum það rólegt í kvöld. Heill dagur á morgun til að skoða San Diego og síðasti hópdinnerinn annað kvöld! Fjórar nætur eftir í USA svo góða nótt 🙂 xoxo

California – Day 12

Í gær keyrðum við frá Grand Canyon til Laughlin sem er furðulegur bær, ekki mikið hægt að gera nema tapa peningum í spilavítum. Við keyrðum veg 66 aftur og stoppuðum í draugabæ í Arizona sem ég veit ekki hvað heitir, bærinn mynti á vilt vestur. Mjög margir asnar bjuggu þarna enda lyktaði allt af asnaskít 😦 við stoppuðum í bænum í einn og hálfan tíma sem fólki fannst tímasóun, við vorum þreytt á að keyra og það var mjög heitt og ekki mikið að gera svo okkur langaði á næsta hótel eins fljótt og mögulegt var. En Vicky fararstjórinn okkar sagði að við þyrftum að sjá byssusýningu eða “gun show” og sem betur fer því ég skemmti mér vel 🙂 svo þarna sátum við þegar rúta keyrir inn í bæinn, tveir kúrekar fara þá að skjóta úr byssum (sem voru plat en alveg eins og ekta) og ræna rútuna (í plati líka)! Mjög gaman að sjá það og ég veðja að einhverjir voru hræddir í rútunni allavega hefði mér ekki verið rótt ef þeir hefðu rænt okkur þó það hefði verið lúmskt gaman – Vicky ætlar að biðja um þetta einhvern tíman fyrir annan hóp! 🙂 Svo eftir rútugamanið fóru tveir aðrir kúrekar að rífast og skjóta hvorn annan!

Þegar í Laughlin var komið klukkan ca. 17:00 stungum við tánum í Colorado ána og borðuðum á hlaðborði hótelsins!! Við vorum ekki spennt að kíkja útá lífið en skelltum okkur samt á karókí bar þar sem ég og Katie sungum “Don’t go breaking my heart” og það var hrikalegt! Hrikalegt! Eftir þá hörmung fórum við beina leið heim og í rúmið 🙂

20140804-001042-642566.jpg

20140804-001045-645616.jpg

20140804-001041-641645.jpg

20140804-001044-644429.jpg

20140804-001046-646477.jpg

20140804-001047-647408.jpg

20140804-001047-647596.jpg

20140804-001043-643552.jpg

Californa – Day 11

Ég ætti kannski ekki að nefna allar færslurnar California þar sem við erum núna í Arizona og Las Vegas er í Nevada, en það er allt í lagi! Vekjaraklukkan í morgun hringdi klukkan 4:30, ég var afskaplega þreytt því ég lá andvaka. Ætli ég hafi ekki sofið í 2-3 tíma, í Las Vegas svaf ég 4 tíma báðar næturnar svo dagsformið var ekki það besta. Ég alvarlega pældi í því hvort ég ætti að sleppa því að ganga en ég vildi ekki vera aumingi, ég er ekki stödd í Grand Canyon á hverjum degi! Við horfðum á sólina koma upp sem var algjörlega dásamlega fallegt! Um 6 leitið lögðum við á stað, niður var ekkert mál! Við nánast hlupum og vorum komin niður (10 km) á tveim tímum, þá var klukkan um 8 og það varð heitara og heitara (það er um 10°C munur á topp og botni). Það var svo fallegt þegar niður var komið, algjörlega þess virði að nánst deyja á leiðinni upp. Já, leiðin upp var ekki skemmtileg! Ég hélt að ég myndi ekki meika það, ég hugsaði að ég gæti alveg vel verið ein af þeim sem deyja í þessari holu. Ég hugsaði líka hvað ef ég get bara alls ekki klárað, myndi þyrla ná í mig hvernig myndi ég fá hjálp!? Ég veit að 10 km hljóma ekki svo illa en að ganga í yfir 30°C og í brekku alla leiðina upp var miklu erfiðara en ég hélt. Þeir segja að taka 15 km gönguna ætti að taka 6-9 klukkutíma en við tókum 20km á undir 6 tímum (5 klst og 50 min). Þegar ég var komin upp grét ég næstum, ég var svo fegin og glöð að ég væri loksins komin upp, ég gat varla labbað lengur og var svo sveitt og skítug. Ég hélt ég hefði kannski tanað smá en þegar í sturtuna var komið kom í ljós að ég var bara skítug haha. 🙂 Ég svaf restina af deginum en er samt ennþá mjög þreytt. Skemmtilegasta við þetta allt að milljónir ferðamanna heimsækja Grand Canyon á hverju ári en aðeins 5% fara alla leið niður eins og við gerðum! – Svo ég get sagt að ég hafi nýtt tímann hér til fulls.

What a Girl Wants er að byrja eftir smá stund svo ég ætla hoppa aftur í sturtu og sofa mjög vel í nótt! 🙂

PS. Það tekur heila eilífð að henda myndum hér inn svo það verður bara að bíða.. ekkert wifi á hótelinu á morgun.

 

IMG_8753.JPG

IMG_9012.JPG

IMG_9023.JPG

IMG_8356.JPG

IMG_8366.JPG

IMG_8365.JPG

California – Day 10

Keyrslan í dag var skemmtilegri en aðra daga. Við keyrðum hinn fræga veg 66 eða Route 66! Það var mjög skemmtilegt, stoppuðum í mjög skrautlegri vegasjoppu og borðuðum hádegismat í bænum sem Disney myndin Cars er byggð á! 🙂 Eins og margir vita var Route 66 aðalvegurinn áður en hraðbrautin kom, mikið líf og mikil umferð en núna er miklu minna um að vera! Í “Cars bænum” er ekki einu sinni banki eða matvörubúð lengur. Við erum núna á hóteli rétt hjá Gran Canyon, við sáum sólsetrið í kvöld sem var magnað! Við höfum ákveðið að ná sólarupprás klukkan 5 á morgun og fara svo í göngu, við erum ekki búin að ákveða hvort við ætlum að labba 14 km eða 20 km!! Það kemur í ljós, ég er ótrúlega spennt en það verður mjög heitt og ef við drekkum ekki nóg vatn gætum við dáið (það hefur komið fyrir)! Við erum heppin að byrja að ganga snemma svo það verður ekki svaka heitt allan tímann!

Ég veit ég lofaði myndum í kvöld en það var áður en ég vissi að ég þyrfti að vakna klukkan hálf fjögur svo ég set inn ótrúlega margar flottar myndir á morgun eftir erfiða göngu. 🙂 Góða nótt!! xxx

20140805-220041-79241518.jpg

20140805-220040-79240024.jpg

20140805-220041-79241870.jpg

20140805-220040-79240401.jpg

20140805-220041-79241165.jpg

20140805-220043-79243710.jpg

20140805-220044-79244088.jpg

20140805-220042-79242246.jpg

20140805-220042-79242599.jpg

20140805-220042-79242980.jpg

20140805-220044-79244440.jpg

20140805-220046-79246287.jpg

20140805-220046-79246656.jpg

20140805-220043-79243332.jpg

20140805-220040-79240785.jpg

20140805-220044-79244802.jpg

20140805-220048-79248120.jpg

20140805-220045-79245532.jpg

20140805-220049-79249211.jpg

20140805-220048-79248867.jpg

20140805-220045-79245169.jpg

20140805-220048-79248492.jpg

20140805-220047-79247025.jpg

20140805-220045-79245905.jpg

20140805-220047-79247408.jpg

20140805-220047-79247771.jpg

20140805-220049-79249568.jpg

California – Day 9

Yndislega Las Vegas, allir eru sammála að það hefði verið skemmtilegra að vera lengur hér en núna erum við á leiðinni til Grand Canyon. 🙂 Ferðin er aðeins meira en hálfnuð og við eigum bara þrjá staði eftir, Grand Canyon, San Diego og LA aftur! Í gær löbbuðum við aðalgötuna í Las Vegas og skoðuðum allt, löbbuðum inní hótelin en þau eru öll fáránlega flott! Las Vegas er fyndin borg finnst mér, allt svo flott, allt búið til! Þetta er eiginlega eins og einn risastór skemmtistaður, þegar ég labbaði framhjá betlara var það ekki rétt, passaði ekki að það væru rónar og betlara á götum þessar tilbúnu borgar! – Við vorum komnar á fætur klukkan 7 svo við skelltum okkur í sólbað rétt eftir hádegi 🙂 enda orðið mjög heitt. Ég er alltaf í sólinni að reyna að fá lit en kem örugglega jafn hvít heim. 🙂 Um kvöldið fórum við út að borða á Hard Rock og fórum á Mystere sem er svakaleg sýning, blanda af gamanleikriti og sirkus – engin söguþráður heldur allt ótrúlega flottar fimleika sirkus sýningar með gríni inná milli. 🙂 Ég get ekki útskýrt hversu flott sýningin var, þau voru í loftinu, hoppandi á milli róla, hangandi í borðum í loftinu – þegar sýningunni lauk leið manni frekar hæfileikalausum! Mæli með Mystere!!
Eftir sýninguna fóru þrjú af okkur í spilavítin, ég spilaði bara í kössunum tapaði strax 10$, endaði með 0.76$ en vann mig upp í 7$ – tapaði svo því og 10$ í viðbót heh! En það var bara gaman, næst spila ég Black Jack! 🙂

Eins og ég sagði er Las Vegas fáránlega flottur staður, borg sem aldrei sefur, alltaf mikið um að vera og hvert sem maður lítur sér maður eitthvað nýtt og flott! Einn daginn kem ég aftur hingað 🙂

Í kvöld (fyrramálið á Íslandi) koma inn myndir við allar færslurnar 🙂

20140805-190758-68878845.jpg

20140805-190752-68872523.jpg

20140805-190753-68873343.jpg

20140805-190759-68879620.jpg

20140805-190759-68879234.jpg

20140805-190757-68877330.jpg

20140805-190752-68872962.jpg

20140805-190755-68875380.jpg

20140805-190754-68874566.jpg

20140805-190754-68874962.jpg

20140805-190758-68878465.jpg

20140805-190756-68876180.jpg

20140805-190756-68876571.jpg

20140805-190754-68874133.jpg

20140805-190758-68878089.jpg

20140805-190757-68877706.jpg

20140805-190755-68875771.jpg

20140805-190753-68873735.jpg

20140805-190756-68876950.jpg

California – Day 8

Þetta ferðalag líður hratt en ég kvarta ekki! Við enduðum á því að vera næstum 12 tíma á leiðinni en ekki 8-9 eins og planað var. Litla mini rútan okkar er ekkert sérstaklega þægileg svo við vorum glöð og þreytt að vera loksins komin til Vegas. Við fengum klukkutíma til að borða og gera okkur til fyrir kvöldið en limmó sótti okkur klukkan hálf tíu – eftir það fórum við í sundlaugarpartý á mjög flottum skemmtistað og skemmtum okkur vel! Fórum tiltölulega snemma heim því morgundagurinn verður nýttur vel – við þurfum að sólbaðast og skoða Vegas 🙂

20140730-022611-8771769.jpg

20140730-022610-8770767.jpg

20140730-022613-8773073.jpg

20140730-022612-8772152.jpg

20140730-022614-8774063.jpg